139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:18]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Breytingartillaga þessi er nánast orðrétt samhljóða því sem segir í skýrslu þingmannanefndar Alþingis sem þessi þingheimur samþykkti 63:0 á sínum tíma. Breytingin er sem svo segir:

„Haga skal fundargerð með þeim hætti að í ljós sé leitt hverjir hafa með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverju því sem tekið er fyrir á ríkisstjórnarfundi. Bókuð sé afstaða hvers ráðherra til mála.“

Í greininni óbreyttri stendur að bóka megi afstöðu hvers ráðherra að hans eigin ósk. Ekki er farið að tilmælum skýrslu rannsóknarnefndarinnar né skýrslu þingmannanefndarinnar ef greinin er samþykkt óbreytt. Þingið er á einkennilegri vegferð ef það ætlar nú nokkrum mánuðum seinna að breyta þar út af.