139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:31]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég styð þessa góðu tillögu. Ég held að hún verði ráðherrunum hvatning til að tala rétt og slétt og ég held að hún agi samskipti þeirra á ríkisstjórnarfundunum. Ég held að hún verði mjög mikilvæg sagnfræðileg heimild í framtíðinni. Einkum styð ég hana vegna þess að ég hlakka mikið til þegar við á dvalarheimilum aldraðra fáum fyrstu sendinguna af hljóðrituðum ríkisstjórnarfundum 1. janúar 2042.