139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Frumvarp hæstv. forsætisráðherra gerði ráð fyrir því að auk þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar hafa samkvæmt núgildandi lögum væri heimilt að ráða sérstaka pólitíska ráðgjafa. Meiri hluti allsherjarnefndar leggur nú til að ráðgjafarnir verði einnig aðstoðarmenn og við bætist nokkur hópur aðstoðarmanna þannig að heildarfjöldi aðstoðarmanna verði ráðherrafjöldinn sinnum tveir, plús þrír, þ.e. 23 miðað við núverandi fjölda ráðherra.

Hér er um að ræða fjölgun pólitískra starfsmanna ráðherranna á tímum þegar við erum að draga úr kostnaði, neyðumst til að fækka ríkisstarfsmönnum hvarvetna í kerfinu, og því hlýt ég að leggjast gegn þessari tillögu.