139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Verið er að greiða atkvæði um að flýta því að heimilt sé að ráða aðstoðarmennina — heimilt að ráða, við skulum halda því til haga, það er ekkert víst að af því verði. Það felst hins vegar ákveðin yfirlýsing í því að breyta þessu, það má ætla að ríkisstjórnin ætli sér að drífa í því að fjölga aðstoðarmönnum. Það hefði verið betra ef þetta hefði tekið gildi síðar en svona er þetta, það er greinilega ásókn í að fjölga aðstoðarmönnum. Það má velta fyrir sér hvort fjárhagur ríkissjóðs hafi batnað svona mikið frá því að málið kom til allsherjarnefndar en ég tel mikinn vafa leika á því og vafasamt að réttlæta það þannig.

Frú forseti. Ég held að við eigum að nota þá fjármuni sem ætlaðir eru í aðstoðarmenn til að setja í sjúkrahúsin og það sem meira skiptir, Alþingi þess vegna, og ég greiði atkvæði á móti því.