139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[21:32]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er stigið jákvætt skref. Þó ber að geta að í máli Íbúðalánasjóðs kom fram að það séu í það minnsta 12 mánuðir þar til hann getur veitt þessi óverðtryggðu lán. Auk þess kom fram í máli starfsmanna sjóðsins að þeir hyggist ekki, í það minnsta ekki í fyrstu, bjóða upp á lausnir til þeirra sem þegar hafa tekið verðtryggð lán. Ég tel gríðarlega mikilvægt að Alþingi og ríkisstjórn fari að grípa til aðgerða fyrir þá sem þegar er með verðtryggð lán. Lagðar hafa verið fram ýmsar hugmyndir eins og til að mynda að setja þak á verðtrygginguna. Að sjálfsögðu styð ég þetta mál og hvet til frekari aðgerða til að afnema verðtryggingu í þessu landi því það er gríðarlega brýnt að það gerist hið fyrsta.