139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

virðisaukaskattur o.fl.

898. mál
[21:56]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er sá fáheyrði atburður að eiga sér stað að verið er að lækka álögur á neytendur í landinu. Kannski er skýringin sú að ekki er um að ræða frumvarp frá ríkisstjórninni heldur frumvarp sem þingmenn allra flokka komu að. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og ætti kannski að verða okkur kenning um að við eigum að vinna meira saman, alþingismenn, og styrkja Alþingi Íslendinga í löggjafarstarfinu sjálfu.

Ég vil benda á að við erum ekki að ræða um tillögur frá ríkisstjórninni enda hefur ríkisstjórnin, þegar kemur að skattamálum, nær eingöngu komið með hugmyndir sem miða að því að hækka skatta og álögur á almenning í landinu. Þetta er því gleðistund. Vonandi munum við halda áfram á þessari braut, við erum nýbúin að styrkja Alþingi Íslendinga gegn framkvæmdarvaldinu í máli sem við þekkjum þannig að þetta er gleðidagur. Við skulum halda áfram að standa vörð um þingræðið í landinu og efla Alþingi Íslendinga.