139. löggjafarþing — 165. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[00:10]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er þeirrar skoðunar að ef meiri hluti í sveitarfélagi vill kjósa um tiltekið mál, hvaða mál sem er, líka fjárhagsleg málefni, þá er það hans réttur að gera það en ekki stjórnmálamanna sem eru milligöngumenn í lýðræðinu að skammta hvað sé þeim þóknanlegt að láta fólk kjósa um. Ef fólk óskar eftir að taka þennan rétt til sín og greiða um það atkvæði þar sem meiri hlutinn ræður þá á svo að vera að mínu viti.