139. löggjafarþing — 165. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[00:12]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna erum við einfaldlega á öndverðum meiði ég og hv. þingmaður, sem setur fram sjónarmið sem eru fullkomlega virðingarverð og kalla á umræðu um málið. Mín gagnrýni byggist fyrst og fremst á því. Ef menn ætla að gera á þessu grundvallarbreytingar hefði þurft að fara fram ítarleg umræða um það. Ég ber fulla virðingu fyrir þessum sjónarmiðum en ég er ekki sammála þeim. Ég tel að rétturinn til lýðræðislegrar ákvörðunartöku eigi að taka til allra mála. Ég er einfaldlega á þeirri skoðun.