139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[09:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég kom hingað til að gera grein fyrir því hvers vegna ég fékk ekki upplýsingar um að í þinginu ættu sér stað einhverjar óformlegar umræður um hvernig væri hægt að ljúka afgreiðslu frumvarpsins. Ástæðan er sú að ég var fjarverandi af persónulegum ástæðum en ég var aftur á móti með tölvupóstinn opinn og símann líka en engin tilraun var gerð til að kynna þingmönnum sem sitja í hv. efnahags- og skattanefnd þetta samkomulag og því vil ég mótmæla.