139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:40]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að ganga til atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. um sveitarstjórnarlög og ég hyggst styðja allar breytingartillögur sem koma frá hv. samgöngunefnd enda stend ég að þeim.

Hvað varðar aðrar breytingartillögur, m.a. tillögu frá hv. þingmönnum Lilju Mósesdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni, þá hyggst ég greiða atkvæði gegn henni vegna þess að ég tel ekki rétt að fella fjármálareglurnar út. Síðan er tillaga frá hv. þingmönnum Sigmundi Erni Rúnarssyni og Merði Árnasyni sem fjallar um lágsmarksfjölda íbúa og sameiningu sveitarfélaga. Ég hyggst líka greiða atkvæði gegn henni. Ég mun hins vegar greiða atkvæði með þeirri tillögu sem Mörður Árnason flytur sem snýr að fjölgun borgarfulltrúa.