139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:57]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég lýsi mig andsnúna tillögu hv. þm. Marðar Árnasonar. Sem fulltrúi Reykv. s. og íbúa þess hér á þinginu get ég ekki skilið að við sem löggjafi ætlum að láta aðrar reglur gilda um fulltrúalýðræði í Reykjavíkurborg en í öðrum sveitarfélögum.