139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[13:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þegar gjaldeyrishöft voru sett í árslok 2008 áttu þau að vera til skamms tíma og í því augnamiði samþykkti ég þau. Núna er hins vegar verið að lögfesta reglurnar, það er ekki verið að framlengja þær heldur lögfesta þær, sem gerir það að verkum að það verður miklu erfiðara að vinda ofan af þessu. (Gripið fram í: Rétt.) Því miður nær minni mitt svo langt aftur að ég man eftir lögfestum reglum — ég vildi að ég væri búinn að gleyma því. Þess vegna sé ég þá skelfingu sem þetta leiðir til: svindl og prettir, uppþurrkun á lánamarkaði, fyrirgreiðsla, tvöfaldaðir reikningar innflutningsaðila o.s.frv. Fólk svindlaði með gjaldeyri út og suður.

Auðvitað þarf að laga peningamálastefnuna. Það verður að hafa einhverja stefnu fyrir þjóðina, sem vantar hjá hæstv. ríkisstjórn, þá gætum við aflétt höftunum nú þegar. Ég er eindregið á móti þessu og greiði atkvæði á móti því.