139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

704. mál
[13:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði með meginefni frumvarpsins um aukið hæfi stjórnenda lífeyrissjóða. Ég mun sitja hjá við breytingartillögu frá hv. þm. Helga Hjörvar. Eins og ég fór í gegnum eru bæði kostir og gallar við að greiða út séreignarsparnaðinn og ég ætla ekki að fara nánar út í það.

Svo mun ég greiða atkvæði með breytingartillögu minni um að sjóðfélagar eigi lífeyrissjóði og kjósi lífeyrissjóðunum stjórn á lýðræðislegan hátt og ég mun í atkvæðaskýringum greina frá einstökum liðum a, b og c í breytingartillögu minni.