139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

704. mál
[13:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eignir lífeyrissjóðanna eru um 2.000 milljarðar, heimilin í landinu eru 120 þúsund, þetta eru því um 16 milljónir á hvert heimili sem réttindin eru að verðmæti í lífeyrissjóðunum.

Hér er lagt til að hver sjóðfélagi fái yfirlit um það hvað verðmæti réttinda hans eru mikil um hver áramót þannig að menn séu meðvitaðir um að þeir eigi þar upphæðir, sem geta verið frá 1 milljón upp í kannski 30–40 milljónir. Þeir hafi þá kannski meiri áhuga á því að fylgjast með rekstri lífeyrissjóðanna sem eiga að standa undir réttindum þeirra til ellilífeyris, örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris. Þetta eru gífurlegir hagsmunir. Ég legg til að sjóðunum verði skylt — þetta liggur allt fyrir — að dreifa þessum upplýsingum um eign hvers einasta sjóðfélaga til sjóðfélaganna.