139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

fullgilding Árósasamningsins.

708. mál
[13:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna þessum áfanga en það hryggir mig mjög að einn mikilvægasti þáttur þess hafi verið tekinn út. Ég hefði viljað berjast meira fyrir honum hér inni, það var lítil barátta um hann. Mér finnst ömurlegt að actio popularis hafi verið kippt út án almennilegrar umræðu. Ég vona að það sé rétt sem hv. þm. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að það verði vilji á þinginu til að setja ákvæðið aftur inn. Ég skora á þingmenn Vinstri grænna og þingmenn í Samfylkingunni að fara að vinna að því nú þegar því að ég mun með sanni styðja það.