139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[14:02]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir hvert einasta orð sem hv. þm. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lét falla um þetta mál og mig langar jafnframt að hnýta því við að mér finnst stórkostlega varasamt að samþykkja lög af þessu tagi sem einhvers konar bráðabirgðalög. Við getum ekki gert ráð fyrir því að hér sé alltaf sama stjórnarfarið og því finnst mér mjög mikilvægt að þingmenn greiði atkvæði með tillögu hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur því að þá er alla vega hægt að endurskoða það, það er betra að fella úr gildi þennan langa leigutíma sem er stórkostlega hættulegur. Ég hvet þingmenn til að kynna sér þetta mál mjög vel áður en þeir greiða atkvæði á eftir.