139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[14:07]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það er búið að vinna mikið í þessu máli. Það er búið að leita sátta. Mörg sjónarmið hafa komið fram, hægt var að mæta mörgum en vitanlega ekki öllum. Þetta er málamiðlun eins og hefur komið fram. Það er búið að ná sátt um þetta stóra mál. Örugglega munu einhverjir vilja sjá frekari breytingar eða minni breytingar o.s.frv. en það er mikill áfangi að við skulum standa hér upp frá þessu máli með þeirri sátt sem við sjáum þó hér í atkvæðagreiðslu.

Ég greiði þessu að sjálfsögðu atkvæði mitt og fagna því að við skulum vera komin á þennan stað.