139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:16]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það hefur verið stefna okkar sjálfstæðismanna allt þetta kjörtímabil að stjórnvöldum bæri að vinna að því að auka hlut óverðtryggðra lána. Því ber að fagna að með þessu frumvarpi er fjölbreytnin aukin og því markmiði náð fyrir lán hjá Íbúðalánasjóði. Við höfum líka séð að bankarnir sem hafa lánað til íbúðarkaupa eru líka að auka fjölbreytnina í þeim og það er jákvæð þróun.

Það er hins vegar mjög mikilvægt, eins og mér finnst að flestir sem hafa talað í dag hafa tekið fram, að gæta að því að óverðtryggð lán eru engin galdralausn. Helsti óvinur lántaka eru verðbólgan og efnahagsleg óvissa. Verðbólga og efnahagsleg óvissa hækkar lánakjör lántakenda og við eigum að einbeita okkur að því vinna bug á því, þannig vinna menn mest gagn fyrir lántakendur í landinu.