139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:31]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek eftir því að breyting hefur orðið á dagskrá þingsins í dag. Út af dagskrá hefur verið tekið mál sem var merkt nr. 13 á fyrri dagskrá, þ.e. skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Það mál hefur verið til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd um nokkurra mánaða skeið. Nefndin hefur afgreitt málið og lagt fram rökstuddar breytingartillögur um það sem voru til umræðu á þinginu í morgun. Það kemur mér því verulega á óvart að búið sé að taka málið af dagskrá. Það er ekki ósk nefndarinnar, það er ekki ósk okkar sem fjölluðum um málið og lögðu málið inn í þingið aftur. Ég óska eftir að fá skýringar á því hvers vegna þetta mál er tekið út og hver óskaði eftir því að svo yrði gert.