139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil líka gjarnan fá að vita hvað varð um mál nr. 13 á dagskránni — það er kannski óhappatalan 13 — í morgun, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Mér sýnist að það sé almenn sátt (Gripið fram í.) um frumvarpið. Það varðar náttúrlega mikla hagsmuni, þetta tengist öðrum málum eins og búvörugjaldinu og iðnaðarmálagjaldinu, sem búið er að afnema, og skyldugreiðslum opinberra starfsmanna til stéttarfélaga. Þetta snertir mjög mikla hagsmuni. Hér er verið að taka þetta burtu með frumvarpinu og breytingartillögum nefndarinnar sem ég var mjög ánægður með. Ég bara spyr: Hver vildi taka málið af dagskrá? Það er spurning hvort hv. þingmenn rétti upp hönd.