139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:38]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Ég vil mælast til þess að forseti eigi fund með formönnum þingflokka. Mér sýnist að fundurinn sé að leysast upp í einhvers konar brigsl á einstaka flokka fyrir að bera ábyrgð á því að þetta eða hitt málið sé ekki á dagskránni. Það gengur auðvitað ekki, þetta er ekki vettvangurinn til að útkljá dagskrá þingsins, en ég finn það í þingsal að ágreiningur er um hvernig dagskráin eigi að líta út og það virðist vera einhver óeining um hana. Ef þingstörfin eiga að ganga eðlilega fram í dag tel ég nauðsynlegt að forseti setjist niður með formönnum þingflokka.