139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

samkomulag um staðgöngumæðrun.

[17:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég þakka þingflokksformönnum fyrir að hafa gert samkomulag um að taka málið út af dagskrá og virði fullkomlega yfirlýsingar þeirra. Það er hins vegar svo að þegar um er að ræða mál sem ganga þvert á flokka hafa yfirlýsingar þingflokksformannanna fyrst og fremst gildi fyrir þá sjálfa sem persónur og alþingismenn. Það hefur auðvitað mikil áhrif vegna þess að þeir skipta máli en yfirlýsingar þeirra binda ekki fyrir fram einstaka þingmenn eins og ég tjáði þingflokksformanni mínum í þessu efni.

Ég vonast hins vegar til að við getum átt góða umræðu um þetta samfara víðtækri umræðu í samfélaginu eins og hv. þingflokksformaður Jónína Rós Guðmundsdóttir tók fram í sínu máli því að ég tel að það sé brýnna en að útkljá þetta á þingi meðal þeirra 63 sem hér eiga sæti.