140. löggjafarþing — 3. fundur,  4. okt. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[14:38]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tel að hv. þm. Oddný G. Harðardóttir skuldi mér afsökunarbeiðni af því að hún sagði að ég færi hér með rangt mál. Ef hún (Forseti hringir.) hefur eitthvað við störf ríkisendurskoðanda að athuga á hún að hafa (Forseti hringir.) samband við Ríkisendurskoðun. Ég er með staðfestar upplýsingar sem ég óskaði eftir. Ég hef (Forseti hringir.) ekki fullyrt neitt annað en það sem stendur hér svart á hvítu (Forseti hringir.) en legg til að málið verði tekið upp í fjárlaganefnd Alþingis.