140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:29]
Horfa

Davíð Stefánsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er hægt að nota mörg stór orð um þetta mál. Hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í dag ítrekað varað okkur við að nota orðið vændi í þessu samhengi. Ég skil það vel. Ég vil hins vegar árétta að orðið hýsill í framsögu minni kom úr áliti starfshópsins. Þar var talað um að helstu rök gegn staðgöngumæðrun væru þau að hætta væri á að litið yrði á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn.