140. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2011.

vextir og verðtrygging.

9. mál
[14:51]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Ég þakka ráðherranum fyrir svarið. Það er annað efni sem mig langar að spyrja ráðherrann um, þ.e. hvað gerist ef fólk hafnar endurútreikningi. Fjármálafyrirtækin hafa gefið út ný skuldabréf með sama númeri en kannski með X fyrir framan eða eitthvað slíkt. Telur ráðherrann að það sé löglegt?