140. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2011.

vextir og verðtrygging.

9. mál
[14:57]
Horfa

Flm. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra hreinskilnina. Það kemur alveg skýrt fram að hann hefði ekki viljað taka áhættu af því og nefnir hagsmuni ríkissjóðs, sem ég vil ekki gera lítið úr, ef of mikið yrði greitt út. Það er það sem hæstv. ráðherra er búinn að segja hvað eftir annað.

Varðandi vaxtavextina mánaðarlegu hef ég hvergi séð í lögum, það getur vel verið að það sé til, ég hef bara ekki séð það, að mánaðarlegir vaxtavextir séu heimilir samkvæmt lögum ef þeir eru settir inn í einhverja samninga. En að fara svo varlega að fella niður þá hefð sem verið hefur í lögum og konungsúrskurði eða hvað það er, þar sem tekið er tillit til þess að höfuðstóll sé greiddur niður og að menn fái kvittun fyrir því, er eitthvað sem ég skil ekki. Hvernig getur hæstv. (Forseti hringir.) ráðherra komist að niðurstöðu um að það geti gengið upp? Hæstv. ráðherra gengur hér ansi langt í því að gæta hagsmuna (Forseti hringir.) fjármálafyrirtækjanna. Það hef ég gagnrýnt hann fyrir vegna þess að hann tekur þar með réttinn af fólki sem búið er að greiða niður höfuðstól og komið með kvittun fyrir því — (Forseti hringir.) hann getur ekki bara hrist höfuðið, þetta er staðreynd. (Forseti hringir.) Þarna finnst mér (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) hafi gengið helst til langt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.