140. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2011.

vextir og verðtrygging.

9. mál
[15:46]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir að leggja þetta mál fram. Mig langar að koma með eina spurningu. Hún er um tilgang laga nr. 151/2010. Hver telur þingmaðurinn að sé raunverulegur tilgangur þeirra laga? Yfirlýst markmið þeirra er að einfalda málin þannig að ekki þurfi allir að fara fyrir dóm, en svo heyrðum við ráðherra segja áðan: Ef fólk er ekki ánægt getur það bara farið með mál sín fyrir dóm. Þessi lög hafa í raun og veru ekki bætt réttarstöðu fólks á Íslandi nokkurn skapaðan hlut nema síður sé að mínu mati. Mig langaði því að heyra í þingmanninum varðandi hver hann teldi að væri í raun og veru ástæðan fyrir þessari setningu á lögum sem hefur þann yfirlýsta tilgang að einfalda málin en virðast eiginlega bara hafa flækt þau.