140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

úttekt á samfélagslegum áhrifum kvótakerfisins.

[13:54]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Vegna orða hv. þingmanns þá var málið í sjálfu sér í höndum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Ef fara hefði átt í mjög umfangsmikla skýrslu og vinnu í umboði hennar hefði það átt að fara í gegnum stjórn Alþingis.

En varðandi hitt, þau atriði sem hv. þingmaður nefndi, þá var ákveðið að leita til Byggðastofnunar og Byggðastofnun mæti svo hvaða sérfræðingar yrðu kallaðir til við þetta mat. Mér finnst það í sjálfu sér mjög eðlilegur framgangsmáti. Það er ekki ráðuneytið sem er að gera þessa samantekt eða úttekt.