140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[19:11]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna og fyrir að hafa farið vel yfir málin. Nú veit ég ekki hvort þingmaðurinn heyrði áðan ræðu Jónínu Rósar Guðmundsdóttur þingmanns en þar tiltók hún að uppáhaldsgrein sín væri 8. gr. sem fjallar um mannlega reisn.

Mig langar að spyrja þingmanninn hvort hann eigi sér einhverja uppáhaldsgrein í þessu plaggi.