140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

fundarstjórn.

[21:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við erum að ræða afskaplega stórt og mikið mál, í mínum huga mjög mikilvægt mál, með þeim mikilvægari sem Alþingi ræður. Þá er valið það form að hafa skýrslu sem fær eina umræðu. Ég mun væntanlega aldrei framar geta talað um skýrsluna, ég veit ekki hvernig það ætti að gerast. Ég hef heimild til að tala tvisvar og sú heimild er búin. Ég er ekki nándar nærri búinn að ræða málið. Ég get farið í andsvör ef einhverjir fleiri skyldu taka til máls af því að umræðunni var frestað, ég veit ekki heldur hvað það þýðir, en ég mundi vilja að hæstv. forseti reyndi að finna einhvern flöt á því að Alþingi geti rætt þetta betur, að hv. þingmenn geti rætt betur einstök atriði þessara stjórnarskrárdraga þannig að nefndin hafi úr einhverju að moða þegar hún tekur til við sína vinnu.