140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

[10:43]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Það er ágætt að hugmyndir rími saman en hér spurði ég hæstv. ráðherra sem fer með sveitarstjórnarmál hvort hann ætli að gera eitthvað sjálfur í málinu, einmitt núna á þessum tímapunkti þar sem fyrir liggur að hugsanlega verði tvö sveitarfélög sameinuð, og hvort tækifærið verði notað til frekari hugsunar á stærri sameiningu. Það eru gríðarlegir hagræðingarmöguleikar á öllu höfuðborgarsvæðinu sem og á suðvesturhorninu. Ef menn tækju sig upp og skipulegðu höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Ölfusi sem eitt atvinnusvæði, t.d. með öflugum atvinnusamgöngum, mundi það leiða til rosalega mikils sparnaðar fyrir samfélagið í heild.

Hér eru tækifærin. Sumt af þessu er í anda 20/20-áætlunarinnar sem þegar liggur fyrir. Ég óska einfaldlega skýrari svara frá hæstv. ráðherra um það hvað hann ætlar að gera í málinu.