140. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2011.

jafnréttismál.

[15:08]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef marglýst viðhorfum mínum til þessa máls úr þessum ræðustól og ætla ekki að ítreka þau. Það er rangt sem hv. þingmaður hélt fram þrátt fyrir að ég hefði sagt annað fyrir augnabliki, ég gerði tilraun til að ná sáttum í þessu máli en umsækjandinn um þessa stöðu — sem sérstök hæfisnefnd fór yfir var úrskurðuð þar í 5. sæti af þeim umsækjendum sem sóttu um — vildi ekki ná sáttum í þessu máli, kaus að fara með það fyrir dómstóla. Þannig er staðan og við fáum þá varla niðurstöðu í þetta mál fyrr en niðurstaða dómstólanna liggur fyrir.