140. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2011.

tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn.

47. mál
[15:42]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjandanum fyrir að taka umræðuna hér upp og tek undir mikilvægi þess að farið verði yfir málin með ítarlegri hætti þegar fyrir liggur endanlegt uppgjör eða staða mála og ekki síður þegar væntanlega liggur fyrir metnaðarfull eigandastefna ríkis og borgar sem endurspeglar lykilhlutverk hússins í menningarlífi þjóðarinnar til langrar framtíðar. Ég tek jafnframt undir mikilvægi þess að einfalda stjórnskipunina sem ber nokkurn keim af þeim tíðaranda sem ríkti þegar áformin voru fyrst uppi.