140. löggjafarþing — 10. fundur,  17. okt. 2011.

fjármálafyrirtæki.

104. mál
[16:21]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Andsvarið lýtur reyndar að öðrum málum sem hv. þingmaður hefur mikinn áhuga á, umbótum á hlutafélagalögum. Ég vil gjarnan eiga orðastað um það við hann sérstaklega og sjálfsagt að koma á framfæri ítarlegu yfirliti sem ég hef því miður ekki handbært nú, um allar þær úrbætur sem gerðar hafa verið á hlutafélagalögum frá hruni, til þess einmitt að bregðast við athugasemdum af þessum toga. Flestar breytingarnar sem gerðar hafa verið eru, ef ég man rétt, gerðar á lögum um fjármálafyrirtæki en það er mikill vilji til þess að gera almennar breytingar á lögum um hlutafélög líka til að styrkja minnihlutavernd og góða viðskiptahætti og koma í veg fyrir kennitöluflakk svo nokkuð sé nefnt.