140. löggjafarþing — 12. fundur,  19. okt. 2011.

aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir.

20. mál
[16:22]
Horfa

Flm. (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að mínu mati eru engin völd falin í því að selja tóbak, ekki nokkur völd. Ef svo væri væru apótekin væntanlega á hnjánum til að fá söluna til sín, ekki satt? Þetta er umdeilt hjá lyfjafræðingum og apótekum. Það hefur ekki enn komið yfirlýsing um hvort þau vilji taka þetta að sér eða ekki. Ef þessu fylgdu svona gríðarleg völd væru þau grátbiðjandi um að fá þetta. Þetta stenst ekki hjá hv. þingmanni.

Ég ætla að freista þess enn á ný að ítreka spurningu mína. Getur hv. þingmaður hætt að tala um boð og bönn, auðhringi, lyfjahringi og ég veit ekki hvað og hvað og svarað þessari einföldu spurningu: Kemur til greina að mati hv. þingmanns að selja einungis tóbak í ÁTVR eða ekki? Já eða nei.