140. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2011.

leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.

16. mál
[12:33]
Horfa

Flm. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir áhugavert andsvar. Ég hefði óskað þess að fá meiri tíma til að hugsa málin og kynna mér framtíðarbreytingar á vísitölum og ætla bara að ræða við þingmanninn á eftir til að fá nánari upplýsingar um hvað þær eru.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er engu að síður að ef við breytum vísitölunni afturvirkt losum við, held ég, um það frost sem er á fasteignamarkaði og kæmum kannski frekar hjólum atvinnulífsins í gang. Framvirkar breytingar gætu verið auðveldari en ég er ekki viss um að þær hefðu þessi æskilegu áhrif í för með sér.

Hvað varðar breytingar og heildarendurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu og lánakerfinu, og gjaldmiðlinum vildi ég bæta við, þá held ég að það sé algjörlega nauðsynlegt og ég gæti ekki verið meira sammála um að við þurfum að fara í og skoða þær breytingar.