140. löggjafarþing — 14. fundur,  20. okt. 2011.

þingsköp Alþingis.

101. mál
[15:38]
Horfa

Flm. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Eins og ég sagði áðan tel ég það nú vera annað mál, en ég tel það sjálfsagt þegar við verðum aftur orðin svo rík að hafa efni á því að allir þingmenn, og kannski sérstaklega þingmenn stjórnarandstöðunnar, fái meiri aðstoð en þeir hafa í dag. Ég vil nota tækifærið, fyrst þetta er hér til umræðu, og geta þess að ég tel að sú aðstoð sem við fáum frá starfsfólki þingsins sé mjög góð þó að þau hafi náttúrlega ekki allan þann tíma sem við kannski stundum kysum.

Ég hef svo sem ekki meiru við þetta að bæta. Ég þakka Pétri H. Blöndal fyrir að taka þátt í umræðunni.