140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla.

185. mál
[16:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Hávamál eru einmitt okkar skýrasti vegvísir og ef maður les Hávamál sem leiðbeiningarrit um hvernig maður á að haga sér sem manneskja er að finna þar ótrúlega gullmola sem eiga enn þá við í dag þó að þeir hafi verið skrifaðir fyrir svo löngu síðan.

Ég hef einmitt rekið mig á að þótt við segjumst skilja þessar gömlu sögur okkar og forníslenskuna þá gera fæstir það og ágætt að við séum farin að horfast í augu við það.

Mig langaði að þakka þingmanninum fyrir og ég vonast til að málið fái brautargengi í allsherjar- og menntamálanefnd og ég held að við verðum búin að leggja mjög góðan grunn með frumvarpinu hér á undan um ljóðakennsluna og þessu. Þetta mun vonandi tengja stjórnarskrá okkar betur inn í grunnnámið hjá börnum landsins.