140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

raforkumál á Vestfjörðum.

[10:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég skil það þannig hvað varðar raforkuflutningana að það sé engin framtíðarsýn að keyra dísilrafstöðvar á Ísafirði til að knýja þar vélar í fyrirtækjum eða sjá íbúum og fyrirtækjum fyrir rafmagni til framtíðar. Þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að það eigi að byggja línu og tengja Vestfirði til framtíðar og þá þannig að hægt sé að nýta þá orku sem hægt er að virkja á Vestfjörðum.

Auðvitað veltir maður því fyrir sér, frú forseti, eftir að hafa séð ályktanir frá landsfundi Vinstri grænna að jafnvel Hvalárvirkjun gæti endað í biðflokki eða í friðunarflokki eða hvað þetta heitir ef einhver er ósáttur við það miðað við hinar furðulegu ályktanir þaðan.

Virðulegi forseti. Ráðherra byggðamála ber að sjálfsögðu líka ábyrgð á því að skoðaðir séu aðrir hlutir og — (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Hv. þingmaður hefur eina mínútu, en klukkan virkar ekki rétt. Þessi eina mínúta er liðin.)

Þá verð ég að segja takk fyrir mig.