140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[11:44]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er þessu algjörlega ósammála. Tekjur fólks hafa lækkað og þess vegna hefur skattbyrðin lækkað. Það er algjörlega óumdeilt. Ég vil líka benda á að það hlýtur að hafa áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna þegar skattar á bensín og aðrar neysluvörur eru að hækka líka. Ekki eykur það kaupmáttinn.

Ég vil spyrja hæstv. fjármálaráðherra um breytingar á skattgreiðslum vegna iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað. Nú er stór hluti landsmanna búinn að taka út þann sparnað sem hann átti uppsafnaðan til að mæta útgjöldum dagsins í dag. Þá er sá sparnaður ekki fyrir hendi þegar fólk ætlar að nota hann til að búa sér áhyggjulaust ævikvöld. Það er samdóma álit allra sem í þessu kerfi starfa og (Forseti hringir.) hafa tjáð sig um það að þessar aðgerðir muni draga úr lífeyrissparnaði. Hefur hæstv. fjármálaráðherra ekki áhyggjur af því?