140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

fjársýsluskattur.

193. mál
[13:38]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Mig langar til að spyrja hæstv. fjármálaráðherra út í hvort einhver munur sé á því hvernig skattaframkvæmdin verður á Íslandi og til dæmis hvernig hún er í Danmörku og Frakklandi. Er það algjörlega sambærilegt eða er einhver munur þar á?