140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

fjársýsluskattur.

193. mál
[13:41]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er merkilegt mál. Á hæstv. ráðherra þá við að það væri til dæmis hægt að útvíkka það þannig að laun í sjávarútvegi mundu mynda þennan skattstofn og laun í stóriðju eða útflutningsstarfsemi almennt þar sem sú starfsemi er undanþegin virðisaukaskatti?