140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

byggðastefna.

[13:50]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Á aðalfundi SASS, Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, kom fram í umræðu um byggðaáætlun sem hæstv. iðnaðarráðherra lagði fram að þar væru 30–32 tillögur og að af þeim væri í raun aðeins ein sem hægt væri að framkvæma, fylgja eftir og mæla árangurinn af. Svo mörg voru þau orð.

Hjá Evrópusambandinu, af því að ég veit að hæstv. iðnaðarráðherra hefur verið mikill aðdáandi Evrópusambandsins, er talað um að í byggðastefnu þurfi að felast í senn atvinnu-, efnahags- og velferðarstefna. Ég tel mjög brýnt, fyrst hæstv. ráðherra telur að henni sé ekki gert kleift að vinna starf sitt sem ráðherra byggðamála, að ráðherrann fari þá með það erindi til ríkisstjórnarinnar og leggi til að unnið verði að byggðamálum (Forseti hringir.) eins og talað hefur verið að tala um, sjö ára áætlunargerð, ákveðna stofnanaumgjörð, og að við hættum að skrifa jólasveininum bréf.