140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[15:52]
Horfa

Flm. (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að Samfylkingin er farin að kannast við að hafa setið í ríkisstjórninni sem stýrði landinu á árunum frá 2007–2009.

Hér er ég sakaður um að mæla fyrir tillögum sem vinna gegn því að loka fjárlagagatinu. Það er þvert á móti, við erum hér að mæla fyrir tillögum sem eru líklegar til þess að loka fjárlagagatinu hraðar en er að gerast. Það gerum við með því að örva fjárfestingu sem er í sögulegu lágmarki. Forsenda þess að það verði gert er að sköttum sé haldið í hófi, að hér verði ekki rekin sú stefna á tímum efnahagsþrenginga að hækka álögur á fyrirtæki og fólk. Það er röng efnahagsstefna. Því hefur verið haldið fram um Sjálfstæðisflokkinn að hann hafi lækkað skatta á röngum tíma, þ.e. þegar þenslan var, og að það sé líka rangt sem Sjálfstæðisflokkurinn segir þegar kreppa er, að þá sé (Forseti hringir.) rétt að lækka skatta. Hvenær er eiginlega rétt að lækka skatta að mati þessa fólks? Mér heyrist að það sé aldrei, það eigi alltaf að hækka þá.