140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:36]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef, og treysti og tel að séu réttar, er það staðreynd að 65% framteljenda, 85 þús. einstaklingar, greiða lægra hlutfall tekna núna en þeir gerðu 2008. Þetta væri önnur umræða ef við værum að tala um það bara að þeir greiddu lægri skatt, þá væri hægt að skýra það með því að tekjur hefðu lækkað. Hafi tekjur lækkað þá skulum við alla vega hugga okkur við að sá hópur sem mætir tekjulækkun skuli greiða lægra hlutfall tekna sinna í skatt á meðan aðrir beri aðeins þyngri byrðar sem þeir bera þá betur.