140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:20]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um að æskilegast væri að það væri eitt viðmið þarna. Alþingi ákvað þá viðmiðun sem Íbúðalánasjóður fer eftir. Um það var þverpólitísk samstaða í þingnefnd og í þingsal þannig að það er þingsins að breyta þeirri viðmiðun Íbúðalánasjóðs ef menn hafa vilja til þess.

Hvað varðar einstakar fjármálastofnanir er það hins vegar afstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé hægt að binda þær við eina aðferðafræði og þær hafi svigrúm til að bjóða ólíkar lausnir að þessu leyti.