140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:29]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég frábið mér að það sé borið Samfylkingunni á brýn að verma sitt hræ við annarra eld þegar hún er stolt yfir frammistöðu sinni varðandi framfylgd samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hún er eini flokkurinn sem hefur alltaf heill og óskiptur staðið að baki því samstarfi.

Ég man þá tíð þegar við þurftum að grípa til ýmissa aðgerða til að koma því máli í gegnum Sjálfstæðisflokkinn þar sem þáverandi seðlabankastjóri og núverandi morgunblaðsritstjóri leiddi harða baráttu gegn því að leitað yrði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og unnið með honum. Ég vil að menn muni þessa sögu svo þeir séu ekki að semja söguna aftur og reyna að búa til samstarfsáætlunina með AGS sem einhvers konar sérstakt plan sem hafi verið búið til í Valhöll.

Þetta samstarf var þvert á móti grundvallarforsenda þess að við gætum haldið áfram með alþjóðavætt efnahagslíf á Íslandi (Forseti hringir.) og er ágætlega útlistað í grein þáverandi hæstv. utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. (Forseti hringir.)