140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:31]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er greinilega verið að endurskrifa söguna. Ég var á staðnum en hæstv. ráðherra ekki.

Það er aftur á móti eitt afrek sem hæstv. ráðherra minntist ekki á og ekki var minnst á á heimsleikunum í hagfræði. Það var Icesave 1 samningurinn upp á 470 milljarða sem hæstv. ráðherra greiddi atkvæði með. Það er tekjuskattur allra einstaklinga á Íslandi í fjögur ár. Hæstv. ráðherra gleymdi nákvæmlega eins og hagfræðingarnir á heimsleikunum að minnast á það.

Ég segi ekki annað eftir þau tvö plön sem virkuðu mjög vel í þessari fjármálakreppu, AGS-áætlunin og neyðarlögin, en: Ráðherrann vermir sitt hræ við annarra eld.