140. löggjafarþing — 19. fundur,  9. nóv. 2011.

lengd þingfundar og útbýting utan þingfundar.

[15:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að hann hyggst ljúka þingfundi kl. 16.30 í dag til að fjárlaganefnd geti haldið fund og afgreitt mál úr nefndinni.

Forseti vill enn fremur tilkynna að áætlað er að birta síðar í kvöld þingskjöl fyrir 2. umr. um fjáraukalög 2011 með því að birta þau á heimasíðu þingsins. Meginreglan er að þingskjöl á vef eru ekki birt síðar en kl. 8 síðdegis en forseti hyggst gera undantekningu frá þeirri reglu svo ekki þurfi að halda útbýtingarfund í kvöld.