140. löggjafarþing — 19. fundur,  9. nóv. 2011.

fundarstjórn.

[16:14]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það kann að vera að á þingflokksfundum þurfi að taka upp nýja liði þar sem bréf eru tekin fyrir sem berast til fundarins. Það er nú eins og stundum er sagt í útvarpinu: Þættinum hefur borist bréf — er gjarnan sagt þegar einhver sendir bréf til útvarpsmanna.

Mig langar að spyrja hæstv. forseta eða alla vega fá upplýsingar um það til þingflokksformanna hvort þessi breyting kalli á frekari breytingar á dagskrá næstu daga, af því að við vorum búin að samþykkja að ákveðið fyrirkomulag yrði á fjáraukalagaumræðunni, en mér sýnist að þetta sé allt svona að falla um sjálft sig.

Eru líkur á því að við þingflokksformenn hittist í dag eða á morgun til að fara yfir nýja og breytta dagskrá fyrir þessa viku eða það sem eftir lifir af henni, morgundaginn, og næstu viku? Það eru mörg mál, eins og ég sagði, sem bíða hér umræðu. (Forseti hringir.)